Á næstu dögum birtum við á samfélagsmiðlum HSÍ og hér á heimasíðunni kynningu á leikmönnum Íslands í 19 manna hópi Íslands fyrir EM 2020. Í dag kynnum við þá leikmenn sem eru hægra horni landliðsins. 

Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn



Arnór Þór er 32 ára gamall Akureyringur sem lék með Þór upp yngri flokkana. Hann flutti til Reykjavíkur 2006 og gekk til liðs við Val. Með Hlíðarendaliðinu lék Arnór Þór í fjögur ár. Eftir það flutti hann til Þýskalands. Arnór Þór lék með TV Bittenfeld frá 2010 til 2012. Frá því ári hefur Arnór Þór leikið fyrir Bergischer HC og sýnt liðinu tryggð í gegn súrt og sætt. Bergischer HC varð til þegar nágrannaliðunum Solingen og Wuppertal var slegið saman árið 2006.

Arnór Þór leikur í hægra horni og hefur nánast sleitulaust átt sæti í íslenska landsliðinu frá 2013. Hans fyrsti landsleikur var 11. janúar 2008 í Þrándheimi gegn Ungverjum. Alls hefur Arnór Þór leikið 106 landsleiki og skorað í þeim 315 mörk.

Arnór Þór hefur tekið þátt í sjö stórmótum með íslenska landsliðinu, þar af þremur Evrópumótum. Alls er er EM-leikir hans 10 og mörkin 25. Fyrsti leikur Arnórs Þórs í lokakeppni EM var við í Herning á Jótlandi gegn Austurríki á EM 2014, 33:27. Síðan hefur hann tekið þátt í öllum leikjum liðsins á EM.

Arnór Þór var markahæsti leikmaður Íslands á HM fyrir ári, skoraði 37 mörk í sex viðureignum. Meiðsli komu í veg fyrir að hann tæki þátt í tveimur síðustu leikjum íslenska liðsins á mótinu.

Arnór Þór varð Íslandsmeistari með Val árið 2007 og bikarmeistari 2008 og 2009.

Bróðir Arnórs Þórs, Aron Einar hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu um árabil, fyrirliði og leiðtogi íslenska landsliðsins í knattspyrnu utan vallar sem innan.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.




Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægra horn

Sigvaldi Björn er 26 ára gamall örvhentur hornamaður sem leikur með norsku bikarmeisturunum Elverum. Hann kom til félagsins sumarið 2018 hefur í tvígang orðið norskur bikarmeistari auk þess sem Elverum stóð uppi sem sigurvegari í úrslitakeppninni í Noregi á síðasta vori. Rétt er að taka fram að liðið sem vinnur úrslitakeppnina í Noregi verður ekki norskur meistari heldur það sem sigrar í deildarkeppni efstu deildar.

Sigvaldi Björn flutti til Danmerkur með fjölskyldu sinni til Danmerkur 12 ára gamall. Hann hóf að æfa handknattleik með HK í Kópavogi á barnsaldri. Eftir nokkurra ára veru í Danmörku flutti foreldra Sigvalda Björns heim til Íslands en hann varð eftir ytra þar sem hann lagði stund á framhaldsnám auk þess að æfa og leika handknattleik.

Sigvaldi lék með Vejle, Bjerringbro/Silkeborg en var síðast hjá Århus Håndbold um þriggja ára skeið áður en hann fluttist til Elverum sumarið 2018. Hjá Elverum hefur Sigvaldi Björn átt afar góðu gengi að fagna og verið á meðal aðsópsmestu leikmanna liðsins, jafnt í norsku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu. Sigvaldi Björn er markahæsti leikmaður Elverum á yfirstandandi keppnistímabili.

Nýverið samdi Sigvaldi Björn við pólska meistaraliðið Vive Kielce til tveggja ára. Þar með verður hann m.a. samherji Hauks Þrastarsonar frá og með næsta keppnistímabili.

Sigvaldi Björn lék sinn fyrsta A-landsleik á núverandi heimavelli sínum í Elverum gegn norska landsliðinu 8. júní 2017. Alls hefur hann leikið 21 landsleik og skorað 39 mörk. Sigvaldi Björn tók þátt í stórmóti í fyrsta sinn fyrir ári þegar hann var í íslenska landsliðinu á HM í Þýskalandi og Danmörku. Hann skoraði 15 mörk og tók þátt í öllum átta leikjum íslenska landsliðsins í keppninni.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.

View this post on Instagram

Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn Arnór Þór er 32 ára gamall Akureyringur sem lék með Þór upp yngri flokkana. Hann flutti til Reykjavíkur 2006 og gekk til liðs við Val. Með Hlíðarendaliðinu lék Arnór Þór í fjögur ár. Eftir það flutti hann til Þýskalands. Arnór Þór lék með TV Bittenfeld frá 2010 til 2012. Frá því ári hefur Arnór Þór leikið fyrir Bergischer HC og sýnt liðinu tryggð í gegn súrt og sætt. Bergischer HC varð til þegar nágrannaliðunum Solingen og Wuppertal var slegið saman árið 2006. Arnór Þór leikur í hægra horni og hefur nánast sleitulaust átt sæti í íslenska landsliðinu frá 2013. Hans fyrsti landsleikur var 11. janúar 2008 í Þrándheimi gegn Ungverjum. Alls hefur Arnór Þór leikið 106 landsleiki og skorað í þeim 315 mörk. Arnór Þór hefur tekið þátt í sjö stórmótum með íslenska landsliðinu, þar af þremur Evrópumótum. Alls er er EM-leikir hans 10 og mörkin 25. Fyrsti leikur Arnórs Þórs í lokakeppni EM var við í Herning á Jótlandi gegn Austurríki á EM 2014, 33:27. Síðan hefur hann tekið þátt í öllum leikjum liðsins á EM. Arnór Þór var markahæsti leikmaður Íslands á HM fyrir ári, skoraði 37 mörk í sex viðureignum. Meiðsli komu í veg fyrir að hann tæki þátt í tveimur síðustu leikjum íslenska liðsins á mótinu. Arnór Þór varð Íslandsmeistari með Val árið 2007 og bikarmeistari 2008 og 2009. Bróðir Arnórs Þórs, Aron Einar hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu um árabil, fyrirliði og leiðtogi íslenska landsliðsins í knattspyrnu utan vallar sem innan. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Sigvaldi Björn Guðjónsson, hægra horn Sigvaldi Björn er 26 ára gamall örvhentur hornamaður sem leikur með norsku bikarmeisturunum Elverum. Hann kom til félagsins sumarið 2018 hefur í tvígang orðið norskur bikarmeistari auk þess sem Elverum stóð uppi sem sigurvegari í úrslitakeppninni í Noregi á síðasta vori. Rétt er að taka fram að liðið sem vinnur úrslitakeppnina í Noregi verður ekki norskur meistari heldur það sem sigrar í deildarkeppni efstu deildar. Sigvaldi Björn flutti til Danmerkur með fjölskyldu sinni til Danmerkur 12 ára gamall. Hann hóf að æfa handknattleik með HK í Kópavogi á barnsaldri. Eftir nokkurra ára veru í Danmörku flutti foreldra Sigvalda Björns heim til Íslands en hann varð eftir ytra þar sem hann lagði stund á framhaldsnám auk þess að æfa og leika handknattleik. Sigvaldi lék með Vejle, Bjerringbro/Silkeborg en var síðast hjá Århus Håndbold um þriggja ára skeið áður en hann fluttist til Elverum sumarið 2018. Hjá Elverum hefur Sigvaldi Björn átt afar góðu gengi að fagna og verið á meðal aðsópsmestu leikmanna liðsins, jafnt í norsku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu. Sigvaldi Björn er markahæsti leikmaður Elverum á yfirstandandi keppnistímabili. Nýverið samdi Sigvaldi Björn við pólska meistaraliðið Vive Kielce til tveggja ára. Þar með verður hann m.a. samherji Hauks Þrastarsonar frá og með næsta keppnistímabili. Sigvaldi Björn lék sinn fyrsta A-landsleik á núverandi heimavelli sínum í Elverum gegn norska landsliðinu 8. júní 2017. Alls hefur hann leikið 21 landsleik og skorað 39 mörk. Sigvaldi Björn tók þátt í stórmóti í fyrsta sinn fyrir ári þegar hann var í íslenska landsliðinu á HM í Þýskalandi og Danmörku. Hann skoraði 15 mörk og tók þátt í öllum átta leikjum íslenska landsliðsins í keppninni. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on