Þann 8. júlí nk. verður dregið í forkeppni fyrir HM 2021 í handbolta sem fram fer á Spáni í desember það ár. EHF hefur skipt þeim sautján landsliðum sem spila í forkeppninni niður í styrkleikaflokka og eru stelpurnar okkar eru í 2. styrkleikaflokki.

Forkeppnin verður spiluð á einni helgi og koma tvær dagsetningar til greina, 27. – 29. nóvember og 4. – 6. desember. Dregið verður í fimm riðla, í þremur riðlum eru fjögur lið og í þremur riðlum verða þrjú lið. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:

1. styrkleikaflokkur:

Austurríki, Hvíta Rússland, Slóvakía, Tyrkland og Norður Makedónía

2. styrkleikaflokkur:

Ísland, Úkraína, Ítalía, Sviss og Portúgal

3. styrkleikaflokkur:

Litáen, Færeyjar, Kósovó, Ísrael og Finnland

4. styrkleikaflokkur:

Grikkland og Lúxemborg
 

 

 

Þann 8. júlí nk. verður dregið í forkeppni fyrir HM 2021 í handbolta sem fram fer á Spáni í desember það ár. EHF hefur skipt þeim sautján landsliðum sem spila í forkeppninni niður í styrkleikaflokka og eru stelpurnar okkar eru í 2. styrkleikaflokki. Forkeppnin verður spiluð á einni helgi og koma tvær dagsetningar til greina, 27. – 29. nóvember og 4. – 6. desember. Dregið verður í fimm riðla, í þremur riðlum eru fjögur lið og í þremur riðlum verða þrjú lið. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: 1. styrkleikaflokkur: Austurríki, Hvíta Rússland, Slóvakía, Tyrkland og Norður Makedónía 2. styrkleikaflokkur: Ísland, Úkraína, Ítalía, Sviss og Portúgal 3. styrkleikaflokkur: Litáen, Færeyjar, Kósovó, Ísrael og Finnland 4. styrkleikaflokkur: Grikkland og Lúxemborg #handbolti #stelpurnarokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on