HSÍ samið við Rúnar Sigtryggsson um að taka við þjálfun U-16 ára landsliðs karla. Rúnar hefur mikla reynslu sem bæði leikmaður og þjálfari, hann spilaði m.a. með þremur liðum í Þýskalandi og með stórliði Ciudad Real á Spáni. Rúnar lék á sínum tíma 118 leiki fyrir A landsliðið og skoraði í 105 mörk, hann var meðal annars í liðinu sem náði 4. sæti á EM í Svíþjóð 2002 þá lék hann einnig á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Á þjálfaraferli sínum hefur Rúnar þjálfað Eisenach, EHV Aue og Balingen-Weilstetten í Þýskalandi en á Íslandi hefur hann starfað bæði fyrir Akureyri og Stjörnuna.
Rúnari til aðstoðar verða þeir Jón Gunnlaugur Viggósson og Andri Sigfússon en þeir eru báðir íþróttafræðingar og hafa víðtæka reynslu af þjálfun hér heima.
HSÍ býður þremenningana velkomna til starfa.