2. stig – Þjálfun unglinga (3. – 5. flokkur)
Á 2. stigi er unglingaþjálfun (2. – 5. flokkur) viðfangsefnið. Stigið miðar að því að byggja á grunn leikmanna úr yngstu flokkunum, bæta við sérþjálfun eftir leikstöðum og svo í framhaldinu einföldu leikskipulagi í vörn og sókn. Einnig er komið inn á líkamlega þjálfun unglinga.
Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 18 ár og þjálfarar þurfa að hafa lokið 1. stigi hjá HSÍ og ÍSÍ.
Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreina-hlutanum. Almenni hlutinn er tekinn í fjarnámi hjá ÍSÍ og sérgreinahlutinn er tekinn hér.
Skipulag: Námið er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Vorönn, sumarönn og haustönn.
Námsáætlun:
Einstaklingsfærni 3.-5. fl. (Elías Már Halldórsson, Kristinn Björgúlfsson og Rúnar Sigtryggsson)
Samvinna í minni hópum (Elías Már Halldórsson, Kristinn Björgúlfsson, Rúnar Kárason, Rúnar Sigtryggsson og Örn Þrastarson)
Leikskipulag 6-0 vörn og þróun sl. ára (Ágúst Jóhannsson, Halldór Sigfússon og Heimir Ríkarðsson)
Leikskipulag sókn á móti 6-0 (Ágúst Jóhannsson, Halldór Sigfússon og Heimir Ríkarðsson)
Hraðaupphlaup 1 (Elías Már Halldórsson, Kristinn Björgúlfsson og Rúnar Sigtryggsson)
Liðsuppbygging (Einar Guðmundsson)
Leikskipulag framliggjandi varnarleikur (Elías Már Halldórsson, Kristinn Björgúlfsson og Rúnar Sigtryggsson)
Sókn gegn framlig. varnarleik (Elías Már Halldórsson, Kristinn Björgúlfsson og Rúnar Sigtryggsson)
Varnaræfingar og 3-2-1 vörn (Andri Snær Stefánsson og Heimir Örn Árnason )
Þjálfari – Undirbúningur og leikstjórnun (Bjarni Gunnar Bjarnason)
Valæfingar (Herbert Ingi Sigfússon og Gunnar Valur Arason)
Yfirtala og undirtala (Jónatan Magnússon, Sigurjón Björnsson, Rakel Dögg Bragadóttir og Stefán Árnason)
Sóknarleikur 7 á 6 (Rakel Dögg Bragadóttir)
Samvinna í litlum hópum (Ágúst Jóhannsson, Halldór Sigfússon og Heimir Ríkarðsson)
Markvarðaþjálfun (Gísli Guðmundsson)
Hraðaupphlaup 2 (Ágúst Jóhannsson, Halldór Sigfússon og Heimir Ríkarðsson)
Liðsstjórn og andlegir þættir (Ágúst Jóhannsson, Halldór Sigfússon og Heimir Ríkarðsson)
Tól og tæki þjálfarans (Orri Sigurðsson)
Meiðslafyrirbyggjandi (Fannar Karvel) Styrktarþjálfun
Æfingar fyrir línumenn (Sigfús Páll Sigfússon)
Hlaupaþjálfun (Fannar Karvel)
Verkefni:
Nemendur skila inn verkefni eða hugleiðingu eftir hvern fyrirlestur.
Lokaverkefni, áætlanagerð
Vettvangsnám
Almennt nám hjá ÍSÍ:
Nánari upplýsingar og skráning:
http://www.isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/
ATH. þjálfarar þurfa að klára bæði HSÍ og ÍSÍ námið til að teljast hafa lokið stiginu.