A karla | Landsliðið sameinað og æfing að baki
Strákarnir okkar hafa í dag verið að skila sér fram eftir degi til borgarinnar Chalkida þar sem Ísland mætir Grikklandi á miðvikudaginn. Landsliðið æfði svo saman seinni partinn í keppnishöllinni sem ber heitið Sports hall Tasos Kampouris og tekur hún 1620 áhorfendur í sæti. Það sem eftir er af degi munu leikmenn nýta vel í endurheimt eftir löng ferðalög.
Leikurinn á miðvikudaginn hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.