Powerade bikar kvenna | Haukar og Fram í úrslit
Í kvöld fóru fram undanúrslitaleikir Powerade bikars kvenna á Ásvöllum.
Fyrri leikur kvöldsins var Fram – Valur þar sem Frammarar tryggðu sér sæti í úrslitum í háspennu leik, 22-20. Þetta þíðir að Fram leika bæði til úrslita karla og kvenna megin.
Síðari leikur kvöldsins var leikur Gróttu og Hauka þar sem Haukar sigruðu sannfærandi, 21-31.
Úrslitaleikir Powerade bikarsins verða leiknir á laugardaginn og eru eftirfarandi:
13:30 | Fram – Haukar
16:00 | Fram – Stjarnan
Á morgun hefjast úrslitaleikir yngriflokka en 4. flokkur hefur veisluna!