Handknattleikssamband Íslands, í samvinnu við Íþróttafélagið Víði og Suðurnesjabæ, stendur fyrir handboltadögum í Suðurnesjabæ dagana 8. og 9.mars næstkomandi.

Æfingarnar eru fyrir 1.-4.bekk (2018-2015) og fara fram í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði 10:00-12:00 bæði 8. og 9.mars.

Fjölmargir gestaþjálfarar og leikmenn munu mæta á svæðið og vonumst við til að sem flestir krakkar mæti og taki þátt í æfingunum.

Í kjölfar Handboltadaga í Suðurnesjabæ mun Handknattleiksdeild Víðis svo í kjölfarið standa fyrir æfingum tvisvar sinnum í viku fyrir krakka í 1.-4.bekk.

Æfingarnar verða á eftirfarandi dögum :

Mánudagar kl 15:20-16:20 í Sandgerði.

Miðvikudaga kl 13:15-14:15 í Garði.