Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir handboltanámskeið á Vestfjörðum í samvinnu við Arnarlax dagana 22.-23.febrúar.

Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu á Patreksfirði en Arnarlax mun bjóða upp á rútuferðir á æfingarnar frá Vesturbyggð.

Iðkendum er skipt upp í tvo hópa, eldri og yngri og eru æfingatímar sem hér segir :

Yngri (1.-4.bekkur)

Laugardagurinn 22.febrúar kl 10:00-12:00

Sunnudagurinn 23.febrúar kl 10:00-11:30

Eldri (5.-10.bekkur)

Laugardagurinn 22.febrúar kl 13:00-15:00

Sunnudagurinn 23.febrúar kl 12:00-13:30

Það er að sjálfsögðu frítt á námskeiðið og hvetjum við sem flesta til að koma og prófa handbolta.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veita gulli@hsi.is eða hafdishelga@vesturbyggd.is