Hæfileikamótun HSÍ fór fram um nýliðna helgi í Kaplakrika. Þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram en 102 iðkendur frá 18 aðildarfélögum HSÍ tóku þátt í æfingunum. Æft var fjórum sinnum yfir helgina en æfingarnar fóru fram í Kaplakrika og sem fyrr eru það krakkar fædd 2011 sem skipa Hæfileikamótun HSÍ þetta tímabilið.
Fjölmargir yngri flokka þjálfarar aðstoðuðu á Hæfileikamótuninni þessa helgina en meðal annars tóku Viktor Ernir Geirsson frá Þór Akureyri, Vilhjálmur Halldórsson frá Stjörnunni, Igor Mrsulja frá Víkingi, Daníel Franz Davíðsson frá Val og Ólafur Jón Guðjónsson frá Fram þátt í æfingunum.
Hrannar Einarsson frá Háskólanum í Reykjavík sá um ýmsar líkamsmælingar sem iðkendur tóku þátt í.
HSÍ þakkar krökkunum fyrir liðna helgi en næstu æfingar Hæfileikamótunar HSÍ verða 9.-11.maí.