Þar sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir stóran hluta landsins hefur Handknattleikssamband Íslands tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem fram áttu að fara í kvöld.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram:
“Sunnan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Ekkert ferðaveður.”
Nýir leikdagar verða gefnir út síðar í dag.