Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur kallað Stiven Tobar Valencia inn í íslenska hópinn vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Bjarki Már er með rifu í vöðva aftan í hnésbótinni og verður frá í einhvern tíma.
Stiven Tobar kemur til móts við hópinn í dag.
Ísland leikur gegn Króatíu í kvöld klukkan 19:30.