Strákarnir okkar léku fyrsta leik sinn í milliriðli gegn Egyptalandi fyrr í kvöld. Fyrir leik voru þetta toppliðin tvö í milliriðli IV en bæði tóku 4 stig með sér í riðilinn.

Eins og í öllum okkar leikjum á mótinu byrjuðu strákarnir einstaklega vel með kraftmiklum varnarleik og ákveðnum sóknarleik, þá sér í lagi hraðarupphlaup og seinni bylgja. Hálfleikstölur Ísland 13 – 9 Egyptaland.

Í síðari hálfleik héldu strákarnir uppteknum hætti og héldu Egyptunum í góðri fjarlægð frá sér allan tímann og lönduðu þriggja marka sigri, 27 – 24.

Markaskorarar Íslands voru eftirfarandi:

Viggó Kristjánsson 9/14
Aron Pálmarsson 8/10
Orri Freyr Þorkelsson 3/3
Gísli Þorgeir Kristjánsson 2/4
Janus Daði Smárason 2/4
Sigvaldi Björn Guðjónsson 1/3
Ýmir Örn Gíslason 1/1
Elliði Snær Viðarsson 1/2

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í markinu sem gerir 38% markvörslu.

Næsti leikur er gegn Króatíu næsta föstudag.

Áfram Ísland!