Ungmennafélagið ÁS á Kirkjubæjarklaustri stóð fyrir handknattleiksnámskeiði dagana 16.-19.janúar. Þetta er í þriðja skiptið sem slíkt námskeið er haldið en um 40 nemendur frá 1.-10.bekk tóku þátt. Örn Þrastarson unglingalandsliðsþjálfari stýrði æfingu fimmtudagsins en honum til aðstoðar var Rúnar Hjálmarsson. Seinni hluta námskeiðsins stýrðu fulltrúar Ungmennafélagsins ÁS en námskeiðið endaði svo á pizzapartý þar sem horft var á leik Íslands og Kúbu á HM.

Ungmennafélagið Ármann hefur staðið fyrir handknattleiksnámskeiðum á Kirkjubæjarklaustri undanfarin ár en eftir sameiningu félaganna í Skaftárhreppi er það nú undir merkjum Ungmennafélagsins ÁS.