Eftir frábæran sigur í gær hjá strákunum okkar gegn Slóveníu skulum við skoða leiktíma komandi milliriðils hjá Íslandi.
Ásamt Íslandi fóru Slóvenía og Grænhöfðaeyjar með okkur upp í milliriðilinn en Egyptar, Króatar og Argentína bíða okkar þar.
Leiktímar Íslands í milliriðli IV eru eftirfarandi:
22. janúar | Ísland – Egyptaland kl. 19:30
24. janúar | Ísland – Króatía kl. 19:30
26. janúar | Ísland – Argentína kl. 14:30
Fjöldinn allur af Íslendingum eru að gera sér leið til Zagreb að styðja íslenska liðið og hvetjum við þá sem hafa tök á að gera sér ferð austur til Króatíu. Strákarnir finna fyrir ykkar stuðning, hvort sem það sé á vellinum eða heima í stofu.
Áfram Ísland