Strákarnir okkar léku lokaleik sinn í G – riðli nú í kvöld gegn Slóveníu. Var þetta sannkallaður úrslitaleikur um riðilinn og sigurlið leiksins myndi fara með 4 stig upp í milliriðil.

Íslenska liðið byrjaði leikinn eins og það hefur gert í öllum sínum leikjum, sterkir og áræðnir og komust fljótlega í góða forystu. Hálfleikstölur Ísland 14 – 8 Slóvenía.

Strákarnir héldu uppteknum hætti í þeim síðari og um miðbik hans voru þeir algjörlega búnir að slíta Slóvenana frá sér með frábærum varnarleik og markvörslu. Loka tölur í Zagreb, Ísland 23 – 18 Slóvenía.

Markaskorarar Íslands voru eftirfarandi:

Viggó Kristjánsson 7/13
Aron Pálmarsson 5/10
Janus Daði Smárason 3/4
Orri Freyr Þorkelsson 3/4
Elliði Snær Viðarsson 2/2
Gísli Þorgeir Kristjánsson 1/3
Óðinn Þór Ríkharðsson 1/4
Elvar Örn Jónsson 1/2

Viktor Gísli Hallgrimsson var magnaður í markinu og varði 17 bolta og með 49% markvörslu. Hann var einnig valinn maður leiksins.

Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er milliriðill þar sem Egyptar, Króatar og Argentína bíða og mæta Íslandi í þessari röð. Fyrsti leikur milliriðils er á miðvikudag klukkan 19:30.

Áfram Ísland!