Íslenska karlalandsliðið hóf leik á Heimsmeistaramótinu með leik gegn Grænhöfðaeyjum fyrr í kvöld.
Okkar drengir hófu leikinn af krafti með góðri vörn og beinskeyttum hraðarupphlaupum. Hálfleikstölur Ísland 18 – 8 Grænhöfðaeyjar.
Strákarnir gáfu aðeins eftir í byrjum síðari hálfleiks en kom ekki að sök og 13 marka sigur staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM 2025, 34 – 21.
Markaskorarar Íslands voru eftirfarandi:
Orri Freyr Þorkelsson 8/8
Óðinn Þór Ríkharðsson 5/7
Bjarki Már Elísson 4/5
Sigvaldi Björn Guðjónsson 3/4
Viggó Kristjánsson 3/4
Elvar Örn Jónsson 3/6
Janus Daði Smárason 2/3
Þorsteinn Leó Gunnarsson 2/2
Ýmir Örn Gíslason 1/2
Teitur Örn Einarsson 1/3
Gísli Þorgeir Kristjánsson 1/2
Haukur Þrastarson 1/1
Viktor Gísli varði 8 skot í markinu og Björgvin Páll 2
Á morgun er endurhæfing og undirbúningur fyrir næsta leik Íslands sem er gegn Kúbu á laugardag