Snorri Steinn Guðjónsson hefur kallað á Svein Jóhannsson leikmann Kolstad til móts við íslenska landsliðið í Kristianstad vegna meiðsla Arnars Freys Arnarssonar en Arnar tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn Svíum í kvöld.

Sveinn er væntanlegur til Svíþjóðar á morgun, föstudag.