A kvenna | Dregið í umspilsleiki HM kvenna í dag
Dregið verður í dag um umspilsleiki HM kvenna 2025 sem fram fer 27. nóvember – 14. desember á næsta ári í Hollandi og Þýskalandi. Drátturinn fer fram í Vínarborg en í dag er þar spilað til úrslita á EM 2024 kvenna.
Stelpurnar okkar eru í efri styrkleikaflokki í drættinum og hefur liðið aldrei verið í efra styrkleika áður. Styrkleikalistarnir eru eftirfarandi og verða mótherjar Íslands úr styrkleika 2 í umspilinu um sæti á HM 2025.
Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar.
Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía.
Leikið er heima og að heiman og fara leikirnir fram í byrjun apríl nk.