A kvenna | Frábær sigur á Selfossi
Stelpurnar okkar léku í gær síðari vináttulandsleik sinn gegn Póllandi í Set höllinni fyrir framan 700 áhorfendur og lögðu þær Pólland öðru sinni með 28 – 24 sigri. Leikirnir gegn Póllandi var liður í undirbúningi liðsins fyrir EM 2024 sem hefst í lok nóvember. Næst kemur landsliðið saman hér á landi til æfinga um miðjan nóvember og síðan heldur landsliðið til Sviss þar sem leiknir verða tveir vináttu leikir áður en haldið verður til Innsbruck þar sem liðið leikur í riðlakeppni EM 2024.
HSÍ vill þakka Fram og Selfoss fyrir frábæra umgjörð í kringum leikina og þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu og studdu stelpurnar okkar!
Mörk Íslands í gær skoruðu:
Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Andrea Jacobsen 6, Thea Imani Sturludóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Dana Björg Guðmundsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1 og Berglind Þorsteinsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 5 skot og Hafdís Renöturdóttir 1 skot.