A kvenna | Sigur gegn Póllandi
Stelpurnar okkar léku í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Póllandi í Lambhagahöllinni. Íslenska landsliðið mætti af krafti til leiks og spilaði liðið frábærlega í fyrrihálfleik og átti Pólska liðið fá svör gegn sterkum leik Íslands. Staðan í hálfleik var 18 – 9 Íslandi í vil.
Pólska liðið náði með góðum kafla um miðbik síðari hálfleiks og náðu að vinna sig inn í leikinn og minnka muninn niður í fjögur mörk. Þá gáfu stelpurnar okkar í og náðu aftur yfirhöndinni í leiknum. Frábær leikur að baki í kvöld hjá A landsliði kvenna í vörn og sókn og markverðir liðsins stóðu sig vel. Leikurinn endaði með 30 – 24 sigri Íslands.
Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, , Thea Imani Sturludóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, , Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Dana Björg Guðmundsdóttir 1 og Díana Dögg Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8 skot og þar af 2 vítaskot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir 6 skot og 1 vítaskot.
Liðin eigast við að nýju á morgun kl. 16:00 í Set höllinni á Selfossi og frítt er á leikinn og hann í beinni útsendingu á Handboltapassanum.