Handboltapassinn | Handboltakvöld farið af stað

Handboltakvöld er umræðuþáttur um málefni líðandi stundar í þjóðaríþróttinni á Handboltapassanum. Fyrsti þátturinn kom inn á Handboltapassann í vikunni og verða þættirnir vikulega í vetur. Stjórnandi Handboltakvöld er Ingvar Örn Ákason og fyrstu gestir hans voru Einar Ingi Hrafnsson, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og sérfræðingur í útsendingum frá Olísdeildinni og Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram og A landsliðs kvenna.

Í þættinum í vetur verður fjallað um deildarkeppnirnar hér heima ásamt því að fjallað verður um landsliðin og þáttöku íslenskra liða í Evrópukeppninni.