Allir með | Íþróttaveisla í Laugardalnum

Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggjá ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi.

Allir með leikarnir er sannkölluð Íþróttaveisla í Laugardalnum fyrir börn á grunnskólaaldri 9. nóvember. Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með, með það að markmiði að fjölga tækifærum fatlaðra barna til íþróttaiðkunar.

Nánari upplýsingar má finna á www.allirmed.is