A kvenna | Tap í Cheb

Stelpurnar okkar töpuðu fyrr í kvöld gegn sterkum Pólverjum með 11 marka mun, 26-15. Stelpurnar voru 7 mörkum undir í hálfleik, 16-9. Stelpurnar gerðu sig sekar um of mikið af tæknimistökum sem að pólsku stelpurnar refsuðu grimmilega fyrir. Eins fóru stelpurnar illa með mörg upplögð marktækifæri eftir að hafa opnað pólsku vörnina.
Varnarleikur liðsins var á köflum fínn og markvarslan ágæt.

Niðurstaða kvöldsins því svekkjandi tap og sýna stelpurnar okkar vonandi jafnari og betri frammistöðu í framhaldinu.

Þórey Rósa Stefánsdóttir náði þeim frábæra áfanga í kvöld að skora sitt fjögurhundraðasta landsliðsmark.

Mörk Íslands í leiknum: Elín Klara Þorkelsdóttir 6/3, Perla Ruth Albertsdóttir 4/2, Andrea Jacobsen 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8/1 – Elín Jóna Þorsteinsdóttir 3/2.

Á morgun spila stelpurnar gegn félagsliðinu Házena Kynzvart (HK) kl.14.45 að íslenskum tíma.