Meistarakeppni HSÍ kvenna | Valur meistari
Handboltavertíðin hófst formlega kvennamegin í dag þegar að Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Poweradebikarsins Stjarnan mættust í Meistarakeppni HSÍ kvenna í N1 höllinni. Leikurinn endaði með 29 – 10 sigri Vals.
HSÍ óskar Val til hamingju með titilinn!
Olís deildir karla og kvenna hefjast svo í næstu viku en á miðvikudag hefst Olís deild karla með leik Vals og ÍBV og á fimmtudag hefst Olís deild kvenna með leik Hauka og Selfoss. Líkt og á síðasta tímabili má nálgast alla leiki deildanna á Handboltapassanum en einnig verða valdir leikir í opinni dagskrá Sjónvarps Símans.