U-18 kvenna | Tap gegn Þjóðverjum eftir frábæra frammistöðu.

Íslensku stelpurnar í U-18 töpuðu í dag gegn afar sterku liði Þjóðverja 31-26 í leik þar sem að lokatölurnar gefa svo sannarlega ekki neina mynd af frammistöðu liðsins. Stelpurnar áttu frábæran leik í fyrri hálfleik jafnt í sókn sem vörn og voru til að mynda yfir 14-9 þegar um 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum.Því miður fóru nokkrar sóknir forgörðum undir lok hálfleiksins og þær þýsku gengu á lagið og náðu að minnka í eitt mark fyrir hlé 16-15.

Í seinni hálfleik náðu stelpurnar að halda frumkvæðinu þar til um 10 mínútur lifðu leiks en þá komust þær þýsku fyrst yfir í leiknum. Íslenska liðið lenti í miklu áfalli þegar um 13 mínútur lifðu leiks þegar Arna Karítas Eiríksdóttir meiddist og hafði það svo sannarlega mikil áhrif á lokakafla leiksins. Arna hafði fram að þessu átt frábæran leik og þær þýsku lítið ráðið við hana. Íslensku stelpurnar leika á morgun lokaleik sinn í riðlinum gegn liði Gíneu og hefst leikurinn klukkan 08.00 að íslenskum tíma.

Mörk Íslands: Arna Karitas Eiríksdóttir 7/4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1/1, Þóra Hrafnkelsdóttir 1.

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 7, 26%, Elísabet Millý Elíasardóttir 0, Ingibjörg Lovísa Hauksdóttir 1.

Íslensku stelpurnar leika á morgun lokaleik sinn í riðlinum gegn liði Gíneu og hefst leikurinn klukkan 08.00 að íslenskum tíma.

Nánari umfjöllun um leikina, liðið og mótið má finna inná Handbolti.is