U-18 karla | Sigur gegn Íran

U-18 ára landsliðið karla mætti Íran í lokaleik sínum á 4 liða móti í Ungverjalandi fyrr í dag.

Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 8-1 eftir 10 mínútna leik en þá fundu Íranir taktinn minnkuðu smám saman muninn eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 16-12 okkar mönnum í hag.

Íslenska liðið strögglaði í upphafi síðari hálfleiks og lengi vel var aðeins 2-3 marka munur. Það var ekki fyrr en á síðustu 10 mínútunum sem strákarnir stigu aftur á bensíngjöfina og tryggðu sér 4 marka sigur, lokatölur 30-26.

Markaskorar Íslands:
Antonie Óskar Pantano 8, Bernard Kristján Owusu Darkho 7, Garðar Ingi Sindrason 4, Harri Halldórsson 3, Daníel Montoro 3, Dagur Leó Fannarsson 2, Ágúst Guðmundsson 1, Ævar Gunnarsson 1 og Dagur Árni Heimisson 1.

Elías Sindri Pilman varði 7 skot og Jens Sigurðarson varði 1 skot.

Þá er mótinu hér í Ungverjalandi lokið, niðurstaðan 2 sigrar og 1 tap. Næsta verkefni U-18 ára landslið karla er Evrópumótið í Svartfjallalandi í byrjun ágúst og að sjálfsögðu verður því fylgt eftir á miðlum HSÍ og á www.handbolti.is