U16 | 8. sætið niðurstaðan

U16 ára landslið kvenna tapaði í dag fyrir Noregi 25-21 í leik liðanna um 7. sætið á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir Íslandi.

Norska liðið byrjaði leikinn betur en íslenska liðið var aldrei langt undan. Um miðbik fyrri hálfleiks náði íslensku stelpurnar tök á leiknum og leiddu í hálfleik 13-10. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og leiddi leikinn fyrstu 10 mínúturnar en í stöðunni 16-12 tóku norsku stelpurnar öll völd á vellinum og sigruðu örugglega 25-21.

8.sætið niðurstaðan en frábært mót hjá stelpunum sem taka þetta í reynslubankann.

    Markaskor íslenska liðsins: Laufey Helga Óskarsdóttir 6, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Eva Steinsen Jónsdóttir 3, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2 og Roksana Jaros 2.

    Í markinu varði Arna Sif Jónsdóttir 11 bolta.