A karla | Strákarnir okkar spila í Zagreb í janúar

Fyrr í kvöld var dregið í riðla fyrir HM 2025 sem haldið verður í Danmörku, Króatíu og Noregi. Ísland sem var í 2. styrkleikaflokki drógst í G-riðil en þar fengu strákarnir okkar Slóveníu úr flokk 1, Kúbu úr flokki 3 og svo Grænhöfðaeyjar úr flokki 4.

Riðilinn verður spilaður í Zagreb í Arena Zagreb sem tekur um 15.000 manns í sæti. Leikir strákanna okkar í riðlinum eru 16., 18. og 20. janúar og ef Ísland lendir í efstu 3 sætum riðilsins komast þeir í milliriðil sem einnig verður spilaður í Zagreb. Þar eru mótherjanir 3 lið úr H-riðli þar sem Egyptaland, Króatía, Argentína og Bahrein keppast um sætin 3 en leikirnir í millirðili hefjast 22. janúar.