A kvenna | Dregið í riðla í dag
Dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppni kvenna 2024 sem haldið verður frá 28. nóvember til 15. desember í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Stelpurnar okkar eru í þriðja styrkleikaflokki í drættinum sem hefst kl. 16:00 en dregið verður í sex fjögurra liða riðla, drættinum er streymt á ruv.is.
Styrkleikarnir í drættinum eru eftirfarandi:
1. styrkleikaflokkur: Holland, Svíþjóð, Frakkland, Svartfjallaland, Danmörk, Noregur
2. styrkleikaflokkur: Þýskaland, Rúmenía, Spánn, Ungverjaland, Sviss, Austurríki
3. styrkleikaflokkur: Ísland, Króatía, Slóvenía, Pólland, Serbía, Norður Makedónía
4. styrkleikaflokkur: Slóvakía, Portúgal, Færeyjar, Tyrkland, Úkraína, Tékkland.
Riðlakeppnina verður spiluð þannig að tveir riðlar verða spilaðir í Debrecen í Ungverjalandi, tveir riðlar í Basel í Sviss og tveir riðlar í Innsbruck í Austurríki. Milliriðlarnir verða leiknir í Vínarborg og Debrecen og úrslitahelgi EM 2024 fer fram í Vínarborg.