A kvenna | Leikdagur Ísland – Færeyjar kl. 16:00

A landslið kvenna leikur í dag sinn síðasta leik í undankeppni EM 2024 þegar þær mæta Færeyjum að Ásvöllum kl. 16:00. Með sigri í leiknum tryggja stelpurnar sér sæti á EM 2024 sem fram fer í lok árs í Austurríki, Svíss og Ungverjalandi. Frítt er á leikinn í boði Icelandair og er hann í beinni útsendingu á RÚV.

Leikmannahópur Íslands gegn Færeyjum er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (58/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (57/4)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (51/76)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (25/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (51/71)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (18/43)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (11/19)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (14/13)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (14/11)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (23/18)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (47/88)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (89/65)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (77/169)
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (3/2)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (136/398)

Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0), Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) og Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (19/7) hvíla í leiknum í dag.