A karla | 35 ár í dag frá sigri B-keppninnar
Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum úr B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Lengi vel var það einn fræknasti árangur íslenska landsliðsins í handbolta í alþjóðlegri keppni þar til strákarnir okkar fengu silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008.
Karlalandsliðið lék úrslitaleik B-keppninnar í París gegn Póllandi. Strákarnir okkar unnu leikinn 29 – 26 og Alfreð Gíslason var valinn besti maður mótsins.
Landsliðshópur Íslands í B-keppninni 1989
Markverðir
Einar Þorvarðarson, Val
Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðabliki
Hrafn Margeirsson, ÍR
Aðrir leikmenn
Guðmundur Guðmundsson, Víkingi
Bjarki Sigurðsson, Víkingi
Jakob Sigurðsson, Val
Valdimar Grímsson, Val
Geir Sveinsson, Val
Júlíus Jónasson, Val
Sigurður Sveinsson, Val
Þorgils Óttar Mathiesen, FH
Héðinn Gilsson, FH
Alfreð Gíslason, KR
Sigurður Gunnarsson, ÍBV
Kristján Arason, Teka