A karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen
Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen
ATH!! BREYTT staðsetning!!
Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna Ísland verður saman kominn í Munchen á meðan á riðlakeppni EM 2024 fer fram. Mótshaldarar áætla að yfir 3500 íslenskir stuðningsmenn hafi keypt miða á leikina.
Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ er mætt til Munchen og ætla þau að tryggja að stemninginn fyrir leik og á meðan á leik stendur verði frábær. Sérsveitin hefur í samstarfi við HSÍ hefur skipulagt upphitun fyrir stuðningsmenn Íslands á Hofbräuhaus, í miðbænum, staðurinn er beint á móti Hard Rock.
Andlitsmálun, treyjusala og sala á Íslands varningi verður í upphitun stuðningsmanna og hægt verður að kaupa mat og drykk á staðnum.
Veitingastaðurinn er frátekinn fyrir Íslandinga frá 12:00 á leikdögum:
Sérsveitin verður á staðnum og sölubásarnir opnir:
12. janúar 13:00 – 15:00
14. janúar 13:00 – 15:00
16. janúar 15:00 – 17:00
Þegar að upphitun stuðningsamanna líkur þá færist fjörið í Ólympíuhöllina.
Til þess að komast þangað frá upphitunarstaðnum er best að taka underground lest sem heitir U3 beint frá Marienplatz og upp að Olimpiazentrum
Hér er linkur á staðsetninguna á fanzone.
https://maps.app.goo.gl/qdWXg2jSSSEYeW1t8?g_st=ic
ÁFRAM ÍSLAND.