U-18 karla | 10 marka sigur gegn Saar

Fyrsti leikur á Sparkassen Cup fór fram í kvöld þar sem heimamenn frá Saar-héraði mættu strákunum okkar. Uppselt var á leikinn í kvöld eins og reyndar aðra daga á mótinu og andrúmsloftið í höllinni til fyrirmyndar.

Íslenska liðið tók frumkvæðið strax í byrjun og náði fljótlega 3-4 marka forskoti en illa gekk að hrista heimamenn af sér. Þessi munur á milli liðanna hélst allt þar til flautað var til hálfleiks, staðan 13-10 fyrir okkar menn.

Strákarnir okkar múruðu fyrir markið í upphafi síðari hálfleiks og í framhaldinu kom hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru sem skiluðu auðveldum mörkum. Munurinn var kominn í 10 mörk þegar leikar jöfnuðust á ný og hélst sá munur á liðunum allt til leiksloka, lokatölur 31-21 fyrir strákana okkar.

Markarskorar Íslands:
Dagur Árni Heimisson 6, Ágúst Guðmundsson 4, Garðar Ingi Sindrason 4, Hugi Elmarsson 3, Daníel Montoro 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Harri Halldórsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Marel Baldvinsson 2, Dagur Leó Fannarsson 1 og Antoine Óskar Pantano 1.

Óskar Þórarinsson og Jens Bragi Bergþórsson vörðu 5 skot hvor í íslenska markinu.

Á myndinni sem hér fylgir má sjá þá Ágúst Guðmundsson (HK) og Garðar Inga Sindrason (FH) en þeir áttu báðir skínandi góðan leik í dag.

Á morgun leika strákarnir okkar tvo leiki, gegn Þjóðverjum kl. 13.00 og gegn Belgum kl. 17.00. Athugið að hér er um íslenska tíma að ræða. Eins og áður verður fjallað um leikina á miðlum HSÍ.

handbolti #u18ka #strakarnirokkar