A landslið karla | Níu stærstu beinu íþróttaútsendingar ársins með A landsliði karla
RÚV birti í dag sinn árlega lista yfir þær íþróttaútsendingar sem fengu mesta áhorfið á árinu sem er að líða. A landsliðið í handbolta trónir á toppnum í ár eins og það hefur gert síðustu fimm ár en meðaláhorf á leik Íslands og Ungverjaland á HM í janúar sl mældist með 51.6% og uppsafnað áhorf var 57.7%.
Handboltinn nýtur greinilegra vinsælda á þjóðinni en þjóðaríþróttin raðar sér í efstu tólf sæti listans og á topp tuttugu listanum á handboltinn 13 beinar útsendingar.
Topp 12 áhorfsmestu útsendingar á Íslandi 2023 eru:
1. Ísland-Ungverjaland á HM karla í handbolta 14. janúar 51,6% 57,7% RÚV
2. Ísland-Svíþjóð á HM karla í handbolta 20. janúar 51,3% 59,9% RÚV
3. Ísland-Portúgal á HM karla í handbolta 12. janúar 48,6% 59,6% RÚV
4. Ísland-S.Kórea á HM karla í handbolta 16. janúar 41,1% 56% RÚV
5. Ísland-Grænhöfðaeyjar á HM karla í handbolta 18. janúar 40,3% 55,2% RÚV
6. Ísland-Brasilía á HM karla í handbolta 22. janúar 37,7% 54,8% RÚV
7. Ísland-Tékkland undankeppni EM karla í handbolta 12. mars 25% 37,7% RÚV
8. Tékkland-Ísland í undankeppni EM karla í handbolta 8. mars 22,2% 34,4% RÚV
9. Þýskaland-Ísland vináttuleikur karla í handbolta 8. janúar 20,9% 33,8% RÚV
10. Danmörk-Frakkland úrslitaleikur HM karla í handbolta 29. janúar 19,9% 30,1% RÚV 2
11. Portúgal-Ungverjaland á HM karla í handbolta 16. janúar 18,4% 30,5% RÚV 2
12. Þýskaland-Ísland vináttuleikur karla í handbolta 7. janúar 16,3% 28% RÚV
Frétt RÚV og heildarlista yfir 20 vinsælustu íþróttaútsendingarnar má finna hér:
https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2023-12-27-handboltalandslidid-med-mest-ahorf-fimmta-arid-i-rod-400516