A kvenna | Stelpurnar halda til Noregs á morgun
A landslið kvenna kom saman í gær og hófst þar undirbúningur þeirra fyrir HM en liðið æfir eingöngu tvisvar saman áður en þær halda á morgun til Noregs. Fyrir æfinguna í gær var myndataka af leikmönnum og hópnum í heild og einnig mættu fjölmiðlar til að ræða við stelpurnar. Þjálfarateymið stýrði svo góðri æfingu með liðinu í Kaplakrika.
Landsliðsnefnd kvenna kom færandi hendi í lok æfingar í gær og færu stelpunum „goody bag“ sem innihélt ýmistlegt nytsamlegt sem mun koma stelpunum að góðum notum á næstu þremur vikum sem liðið er úti. Viljum við þakka Feel Iceland, Halldór Jónsson heildverslun, Lyf og Heilsu, Ó. Johnson&Kaaber, Salka útgáfa, Höllu Tómasdóttur, Sportvörum,. Systurnar með súkkulaðið og Tesa á Íslandi, umboðsaðila Nive fyrir að hugsa hlýlega til landsliðsins.
Landsliðið tekur þátt í Posten Cup í Lillehammer og Hamar í aðdraganda HM og er fyrsti leikur þeirra á fimmtudaginn gegn Póllandi kl. 15:45, á laugardaginn mæta þær Noregi kl. 15:45 og á sunnudaginn er það Angóla og hefst leikurinn 16:15. Posten Cup verður í beinni útsendingu á RÚV.