A karla | Góður sigur í kvöld gegn Færeyjum
Strákarnir okkar léku í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Færeyjum í Laugardalshöll og var þetta fyrsti landsleikur Snorra Steins Guðjónssonar, landsliðsþjálfara með liðið. Í hálfleik var Ísland fimm mörkum yfir og staðan í hálfleik 20 – 15 Íslandi í vil.
Í síðari háflleik gaf Íslenska liðið hressilega í náði afgrerandi forustu fljótt í seinni hálfleik með því að keyra upp hraðann í sókninni. Lokatölur í kvöld 39 – 24, liðin mætast á ný á morgun í Laugardalshöll kl. 17:30 og miðasala er á Tix.is. Leikurinn á morgun er í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans.
Markaskorar Íslands í kvöld:
Elliði Snær Viðarsson – 10, Ómar Ingi Magnússon – 8 / 3, Elvar Örn Jónsson – 4, Janus Daði Smárason – 3, Sigvaldi Björn Guðjónsson – 3, Haukur Þrastarson – 3, Bjarki Már Elísson – 2, Kristján Örn Kristjánsson – 2, Aron Pálmarsson – 2, Óðinn Þór Ríkharðsson – 1 og Arnar Freyr Arnarsson – 1
Varinn skot í kvöld Viktor Gísli Hallgrímsson – 18 / 1