U-17 karla | 5. sætið á European Open
Strákarnir í U-17 ára landsliðinu léku í dag síðasta leik sinn á European Open þegar þeir mættu Króötum í leik um 5. sæti keppninnar. Strákarnir mættu vel gíraðir til leiks og voru með frumkvæðið meiri hluta fyrri hálfleiks en á síðstu 5 mínútum hálfleiksins fóru þeir að klikka dauðafærum og Króatar gengu á lagið. Það voru því Krótar sem voru yfir í hálfleik 14-12.
Króatar héldu íslensku strákunum þessum 2 mörkum frá sér framan af seinni hálfleik og komust á tímabili 4 mörkum yfir 22-18. Þá fóru íslensku strákarnir hægt og rólega að þétta vörnina og náðu að jafna leikinn 30-30 áður en lokaflautið gall.
Þá þrufti að grípa til framlengingar og er óhætt að segja að Óskar Þórarinsson markvörður Íslands hafi eignað sér hana en Krótar náðu áðeins að skora 1 mark í hvoru hálfleik. Á meðan skoruðu íslensku strákarnir 5 mörk og tryggðu sér 5. sætið með flottum 35-32 sigri.
Markaskor Íslands í leiknum var: Ágúst Guðmundsson 10 mörk, Stefán Magni Hjartarson 9, Dagur Árni Heimisson 7, Jens Bragi Bergþórsson 3, Harri Haldórsson 3, Antonie Óskar Pantano 1, Magnús Dagur Jónatansson 1 og Hugi Elmarsson 1.
Í markinu stóð Óskar Þórarinsson og varði 16 bolta þar af 10 í framlengingunni. Sigurjón Bragi Atlason kom inn á í stutta stund og varði 1 bolta.
Við verðlaunaafhendingu mótsins var svo lið mótsins valið og þar átti Ísland einn fulltrúa en Dagur Árni Heimisson var valinn besta vinstri skytta mótsins.