U-17 kvenna | 24-23 sigur á Færeyjum
U-17 landslið kvenna sigraði fyrr í dag Færeyjar í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokaandartökum leiksins.
Fyrri hálfleikur fór rólega af stað hjá íslenska liðinu og höfðu færeysku stúlkurnar frumkvæðið. Hálfleikstölur 15-13 Færeyjum í vil.
Í seinni hálfleik komu íslensku stúlkurnar mun beittari til leiks og náðu upp frábærum varnarleik og markvörslu. Íslenska liðið var komið með 2 marka forskot en þær færeysku gáfust ekki upp og jöfnuðu þegar 8 sekúndur lifðu leiks. Íslenska liðið tók leikhlé og stillti upp lokasókninni sinni sem endaði með marki frá Rakel Dórotheu á loka andartökum leiksins.
Frábær sigur staðreynd og mætast liðin aftur á morgun klukkan 16:00 á íslenskum tíma
Markaskor leiksins:
Lydía Gunnþórsdóttir 7, Ester Ægisdóttir 3, Guðmunda Guðjónsdóttir 3, Rakel Ágústsdóttir 2, Dagmar Pálssóttir 2, Guðrún Traustadóttir 2, Bergrós Guðmundssóttir 2, Ásrún Arnarsdóttir 2, Ágústa Jónasdóttir 1 mark.
Ágústa Tanja varði 13 skot í markinu.