U-19 ára landslið kvenna lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn janfnöldrum sínum frá Færeyjum en stelpurnar okkar eru nú staddar í Færeyjum að undirbúa sig fyrir EM í Rúmeníu í júlí.
Leikurinn í dag var jafn og spennandi og leiddu Færeysku stelpurnar 12-10 í hálfleik.
Í síðari hálfleik byrjaði Íslenska liðið af miklum krafti og náði flótt yfirhöndinni og leiddu seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum. Lokatölur leiksins urðu 29-26 fyrir Ísland eftir hörkuleik. Góður sigur hjá stelpunum okkar gegn öflugu Færeysku liði.

Mörk Íslands í dag skoruðu:
Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1 og Valgerður Arnalds 1.

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 9 og Elísa Helga Sigurðardóttir 7

Síðari leikur liðanna fer fram á morgun í höllinni í Vestmanna og hefst hann klukkan 18.00 á Íslenskum tíma.