Úrskurður aganefndar 29. mars 2023
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar:
Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka hlaut tvær útilokanir með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik Hauka og Gróttu í Olís deild karla þann 23.03.2023. Dómarar meta að brotin falli undir reglu 8:10 a). Á síðasta fundi aganefndar var málinu frestað til næsta fundar aganefndar. Greinargerð frá Haukum barst vegna málsins.
Með tilvísun í 10. og 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í þriggja leikja bann. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að samkvæmt skýrslu dómara er um tvö aðskilin brot er að ræða. Þá ber jafnframt að líta til þess að leikmaðurinn hefur sætt leikbanni á tímabilinu og horfir það til stighækkunar, sbr. 11. gr reglugerðar HSÍ um agamál. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
Hinrik Hugi Heiðarsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og HK í 3.flokki karla þann 26.03.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Á síðasta fundi aganefndar var málinu frestað til næsta fundar aganefndar. Greinargerð frá ÍBV barst vegna málsins.
Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál og í ljósi eðlis og alvarleika þess atviks sem um ræðir er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður tímabundið bann til 30.04.2023. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. Sömu reglugerðar
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson.