U-21 karla | Tap gegn Frökkum

U-21 karla lék í gærkvöld sinn síðari vináttulandsleik gegn Frökkum, á föstudaginn vann íslenska liðið stórsigur 33 – 24 en kvöld höfðu Frakkar betur 33 – 32 í hörku leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og var yfir  18 – 15 í hálfleik en Frakkarnir náðu forustu á lokakafla leiksins og tryggðu sér sigur.
 
Íslenska liðið spilaði þrátt fyrir það mjög vel í leiknum og í heildina mjög vel í báðum leikjunum gegn sterku liði Frakklands. Vináttuleikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir þáttöku þeirra á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða sem fram fer í sumar í Grikklandi og Þýskalandi.

Markaraskorarar Íslands voru Símon Michael Guðjónsson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Andri Rúnarsson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Arnór Viðarsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Tryggvi Þórisson 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Kristófer Máni Jónsson 2, Reynir Þór Stefánsson 1 og Stefán Orri Arnalds 1 mark.

Adam Thorstensen varði 6 skot og Bruno Bernat 5 skot.