Bikarkeppni HSÍ | 16 liða úrslit kvenna

Dregið var í 16 liða úrslitum í kvennaflokki í bikarkeppni HSÍ í hádeginu í dag. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ stýrði drættinum en honum til aðstoðar var Sigríður Sigurðardóttir, handboltakempa og fyrrverandi íþróttamaður ársins.

14 lið eru skráð til leiks í bikarkeppninni í ár og var dregið í sex viðureignir að þessu sinni.

Eftirfarandi lið mætast í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ kvenna:

Víkingur – Fjölnir/Fylkir
ÍR – HK
ÍBV – KA/Þór
Afturelding – Stjarnan
FH – Selfoss
Grótta – Haukar

Valur sem eru ríkjandi bikarmeistarar og Fram sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar sátu hjá í drættinum í dag.

Leikið verður í 16 liða úrslitum þriðjudaginn 15. nóvember og miðvikudaginn 16. nóvember.