A landslið kvenna | 5 marka sigur í Klaksvík
Stelpurnar okkar léku síðari vináttulandsleik sig gegn Færeyjum í dag en leikurinn var leikinn í Klaksvík. Íslenska liðið byrjaði af krafti í dag eftir 10 mínútna leik skoraði Andrea Jacobsen og staðan 0 – 5. Færeyingar sáu aldrei til sólar í fyrri hálfleik og staðan 8 – 15 þegar blásið var til hálfleiks.
Síðari hálfleikur þróaðist eins og sá fyrri, yfirburðir stelpnanna okkar voru algjörir á vellinum. Lokatölur í Klaksvík voru 27 – 22.
Allir leikmenn liðsins tóku þátt í leiknum og stóðu sig með miklum sóma.
Markaskorarar Íslands:
Díana Dögg Magnúsdóttir 6, Sandra Erlingsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 4, Andrea Jacobsen 3, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1 og Perla Ruth Albertsdóttir 1 mark.
Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og Sara Sif Helgadóttir 3 skot.
Ísland mætir Ísreael í forkeppni HM 2023 næstu helgi á Ásvöllum, leikið er laugardag og sunnudag og hefjast leikirnir kl. 15:00.