A landslið kvenna | Sigur gegn Færeyjum
Stelpurnar okkar léku fyrri vináttulandsleik sinn í dag gegn Færeyjum en leikurinn fór fram í Höllinni á Skála. Sandra Erlingsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands í dag og eftir 10 mínútna leik voru stelpurnar okkar komnar með þrjggja marka forystu. Þegar dómarar dagsins flautuðu til hálfleiks var staðan 11 -15 Íslandi í vil.
Íslenska liðið fór hægt af stað í seinni hálfleik og eftir 10 mínútna leik var Færeyiska liðið búið að minnka muninn í eitt mark. Við það kviknaði heldur betur á íslenska liðinu og unnu þær að lokum öruggan 23 – 28 sigur.
Þær Elín Klara Þorkelsdóttir og Lilja Ágústsdóttir léku báðar sinn fyrsta A landsleik í dag en þær eru báðar 18 ára.
Markaskorar Íslands:
Sandra Erlingsdóttir 6, Andrea Jacobsen 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1, Elín Klara Þorkelsdóttir 1 og Rakel Sara Elvarsdóttir 1 mark.
Hafdís Renötudóttir varði 16 skot og þar af 2 vítaskot.
Liðin mætast aftur á morgun í Klakksvík og hefst leikurinn kl. 16:00, honum er streymt á live.hsf.fo.