A landslið kvenna | Vináttuleikir við Færeyjar um helgina
A landslið kvenna kom saman til æfinga síðastliðinn mánudag og hófst þar með undirbúningur fyrir leikina gegn Ísrael í forkeppni HM 2023. Liðið hefur æft af krafti alla vikuna en á morgun halda stelpurnar okkar til Færeyja en þar leika þær tvo vináttulandsleiki á laugardag og sunnudag.
Unnur Ómarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir fara ekki með hópnum til Færeyja vegna meiðsla en gert er ráð fyrir að þær komi til baka til æfinga eftir helgi, Lilja Ágústsdóttur leikmaður Vals hefur verið kölluð inn í liðið í stað Unnar. Lilja æfði með landsliðinu í sumar og haust en hefur ekki leikið leiki með A landsliðinu áður.
Hægt verður að fylgjast með ferðalagi landsliðsins til Færeyja á miðlum HSÍ.