A landslið karla | Spennan magnast í Tallinn
Strákarnir okkar hafa nýtt daginn vel í Tallinn og er undirbúningur fyrir leik þeirra gegn Eistlandi á morgun í fullum gangi. Dagurinn var vel nýttur á allan hátt. Leikmenn hafa hvílt sig, farið í sjúkraþjálfun ásamt léttum göngutúr hér í nágrenni við hótelið.
Seinni partinn í dag hélt svo Guðmundur Guðmundsson liðsfund og fór liðið framhaldi á æfingu í keppnishöllinni. Æfingin gekk vel og andinn í hópnum góður.
Mikil spenna er fyrir leiknum og má búast við nokkrum Íslendingum á völlinn til að styðja strákana okkar. Leikurinn hefst 16:10 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.