Ákveðið hefur verið að fresta fyrsta móti í 6. fl. ka. og kv. sem fram átti að fara núna um helgina (7. – 9. okt). Ástæða frestunar er slæm verðurspá fyrir norðurland á sunnudag, Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun.
Stefnt er að því að halda mótið tveim vikum síðar eða helgina 21. – 23. okt. Skráningar í mótið halda sér en ef það eru einhverjar breytingar á þeim þá þarf að hafa samband við mótshaldara.
Móthaldarar eru meðvitaðir á því að þetta kemur ofan í vetrarfrí í skólnum í Reykjavík, en því miður eru ekki margir möguleikar í boði. Mótanefnd hefur óskað eftir athugasemdum frá félögunum í dag.
Meðfylgjandi mynd er af vef Veðurstofunnar og sýnir þær viðvaranir sem eru í gangi á sunnudag.