EHF | Valur í B riðli Evrópudeildar karla
Í morgun var dregið í riðla í Evrópudeild karla en Valur tekur þátt í riðlakeppninni í ár og voru þeir í þriðja styrkleikaflokki í drættinum.
24 lið voru í pottinum og dregið var í fjóra 6-liða riðla.
Valur var dregið í B-riðil keppninnar og eru mótherjar þeirra í Evrópudeildinni í vetur eftirfarandi lið:
PAUC frá Frakklandi
Ystads IF HF frá Svíþjóð
Flensburg frá Þýskalandi
Benidorm frá Spáni
Ferencváros frá Ungverjalandi
Tveir Íslendingar leika með mótherjum Vals í kepnni, Kristján Örn Kristjánsson leikur með PAUC og Teitur Örn Einarsson með Flensburg.
Leikjadagskrá liðanna liggur fyrir síðar í dag en fyrsta umferð keppninnar hefst 25. október nk.
Við óskum Valsmönnum góðs gengis í Evrópudeildinni.