Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna fór fram í dag, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur.

Gróttu er spáð sigri í Grill 66 deild kvenna en Aftureldingu er spáð 2. sætinu.

Í Grill 66 deild karla er HK spáð sigri í deildinni en Víkingum er spáð 2. sæti í deildinni ,

Valsstúlkum er spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram er spáð 2. sæti, nýliðum Selfoss er spáð falli.

Valsmönnum er spáð sigri í Olís deild karla en samkvæmt spánni mun ÍBV fylgja þeim fast á eftir. Nýliðum ÍR og Herði á Ísafirði er spáð falli.

Kynningarfundinum var streymt á visir.is og hægt er að sjá fundinumm á eftirfarandi slóð: https://www.visir.is/g/20222307494d/volsurum-spad-titlinum-i-badum-deildum