U-18 kvenna | Frábær sigur gegn Svíum!
U-18 ára landslið kvenna vann í dag frábæran sigur gegn Svíum, í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramóti 18-ára liða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu.
Leikurinn var í járnum lengi framan af og liðin skiptust á að vera í forystu. Stelpurnar okkar spiluðu góðan varnarleik og tóku forystuna þegar flautað var til hálfleiks, staðan 11-9 Íslandi í vil.
Síðari hálfleikurinn fór virkilega vel af stað hjá okkar stelpum sem juku forystuna jafnt og þétt og náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 16-11. Það var mikill kraftur í íslenska liðinu á þessum kafla og þrátt fyrir áhlaup Svíana á lokakafla leiksins, náðu stelpurnar okkar að landa frábærum sigri, 22-17.
Markaskor íslenska liðsins: Lilja Ágústsdóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elísa Elíasdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Alfa Brá Oddsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Í markinu vörðu þær Ethel Gyða Bjarnasen og Ingunn María Brynjarsdóttir 15 bolta.
Næsti leikur Íslands er á morgun kl. 16.20 að íslenskum tíma gegn Svartfjallalandi. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinu streymi á Youtube-síðu IHF.